29 ago 2011

5. VINNUTÍMI: "Já þetta var svona!"

 Ýmislegt áhugavert kom fram í vinnutímanum í dag, en markmiðið nú  var að ná fram upphrópuninni: “já, þetta var svona!”

- Margir nemendanna komu með teikningarnar sínar fullfrágengnar og hlutu lof samstarfsmanna sinna. Nemendurnar höfðu greinilega lagt hart að sér til að undirbúa þessa “general prufu” fyrir morgundaginn.
Í nokkrum tilfellum var því lagt út í að skissa upp nýjar teikningar.
- Við upphaf vinnutímas, bauð einn sjúklinganna Ingibjörgu Sverrisdóttur (Forstöðumann Þjóðarbókhlöðunnar) góðann daginn og þakkaði henni fyrir síðast. Hann mundi vel eftir henni frá því vikunni áður þegar hún hafði leitt þátttakendur um sali bókasafnsins til þess að gera staðinn eftirminnilegri.
- Í lok tímans, ústkýrði eigimaður eins sjúklingsins að þau yrðu ekki við lokahófið daginn eftir því þau höfðu löngu áður skipulagt ferð til útlanda . Hann vildi því taka fram að konan hans hefði notið sín mjög mikið og átt mjög ánægulegt samstarf við nemendurna sína. Smiðjan hefði verið henni mikils virði. Konan hans hefði gert þó nokkra “rannsóknarvinnu” til þess að rifja upp ákveðna atburði og smáatriði í tengslum við þá.
- Annar sjúklingur spurði hvort ekki væri hægt að hittast nú um helgina , “þetta væri svo gaman”! Og þriðji sjúklingurinn var fullviss um að hann myndi taka þátt í annarri lista-og menningatengdri smiðju ef hún stæði honum til boða.

No hay comentarios:

Publicar un comentario