27 ago 2011

4. VINNUTÍMI: "Hvaðefsaga" og tengslin við 17. júní

Í dag hittumst við aftur og nú var kvíðinn yfirstíginn sem tvær konur höfðu haft í upphafi smiðjunnar. Eldri kynslóðin var þegar sest í sætin sín þegar nemendurnir komu einn af öðrum með möppurnar sínar undir höndum. Þeir höfðu greinilega haldið áfram að vinna teikningarnar sínar í skólanum milli vinnutíma því nú komu mörg þeirra með nýjar teikningar sem þau sýndu eldri samstarfsmönnum sínum. Mikil gleði og undrun ríkti við að sjá hvernig orðin þeirra höfðu breyst í myndir. “Alveg ótrúlegt hvað þessir krakkar geta,” sögðu mörg hver.

Tíminn leið hratt og fyrr en varði var klukkan orðin 12:00 og aðstandendur komnir til að sækja fólkið sitt. Það var virkilega ánægjulegt að sjá og heyra að hvað vinnuhóparnir náðu vel saman: Einn sjúklinganna spurði hvort þau gætu ekki hist um helgina til að halda áfram!










No hay comentarios:

Publicar un comentario